Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar

Fótboltabækur

Episode Summary

Í þessum þætti af hlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar er ætlunin að skoða betur fótboltabækur enda hefur safnið verið að vinna í því að kaupa inn fleiri og fjölbreyttari fótboltabækur síðustu misseri.

Episode Notes

2:39 - Víðir Sigurðsson (@vidirsig á Twitter)

Víðir Sigurðsson er maðurinn á bak við ritröðina Íslensk knattspyrna sem komið hefur út á hverju ári frá 1981. Hann spjallaði við mig um tilurð þess að hann datt í þetta verkefni, hvernig vinnuferlið er hjá honum og fleira í þeim dúr.

Bókameðmæli Víðis: Nobody Ever Says Thank You eftir Jonathan Wilson

21:41 - James Montague (@JamesPiotr á Twitter)

James Montague hefur ferðast um allan heim og fjallað um ýmsar hliðar fótboltans. Hann spjallaði við mig um landslagið hjá fótboltafjölmiðlum þessa dagana, hvers vegna hann fór að skrifa bækur um fótbolta, hvað hann langar að skrifa næst, hvað hann les helst auk þess sem við spjölluðum um sameiginlegan vin okkar úr Tólfunni.

Bókameðmæli James: My Father and Other á working Class Football Heroes eftir Gary Imlach og The Ball is Round eftir David Goldblatt.

Athugið að þetta viðtal er á ensku og ekki þýtt yfir á íslensku.

----------------

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar er tekið upp í Rabbrýminu, upptökuaðstöðu safnsins. Fyrirspurnir um hlaðvarpið eða Rabbrýmið er hægt að senda í hladvarp@hafnarfjordur.is 

Stef þáttarins er lagið Lemongrass eftir Samúel Reynisson.